Sumar í jörð hefur lengst

Horft yfir veðurathugunarstöðina þar sem lofthiti er mældur og einnig …
Horft yfir veðurathugunarstöðina þar sem lofthiti er mældur og einnig mældur hiti á mismunandi dýpt í jörðinni. Ljósmynd/Sigvaldi Árnason

„Sumarið í jarðveginum hefur ekki bara hlýnað heldur almennt lengst í báðar áttir. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það er sterkt samband á milli breytinga á ársmeðalhita og hita á 100 sentimetra dýpi í jörð. Við hverja 1°C sem lofthitinn hækkar á ársgrundvelli hækkar jarðvegshitinn um 0,6°C,“ sagði Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hiti í jörð breytist mun hægar en lofthiti og því dýpra sem farið er í jörð því hægari verða hitabreytingarnar og seinni.

Nýlega birtist grein Guðrúnar Nínu um jarðvegshitamælingar á Hveravöllum í International Journal of Climatology, ritrýndu vísindatímariti um loftslagsmál. Þar kemur m.a. fram að lofthiti á Íslandi óx umtalsvert mikið frá 1977 til 2019. Það gerðist ekki einungis vegna hnattrænnar hlýnunar heldur einnig vegna þess að mælingarnar hófust í lok staðbundins kuldaskeiðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »