Tveir á gjörgæslu með veiruna

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Unnur Karen

Níu sjúklingar liggja inni á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru tvö börn.

Á gjörgæslu eru tveir sjúklingar og eru báðir í öndunarvél, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítalanum. Landspítalinn veitir ekki upplýsingar um hvort viðkomandi hafi verið bólusettir.

Af henni má einnig ráða að 352 manns séu með staðfest virkt smit hér á landi. Þar af eru 117 börn. Einn er í rauðum flokki og ellefu til viðbótar í gulum flokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina