Blóðbankinn viðrar áhyggjur sínar á samráðsgátt

Blóðbankinn við Snorrabraut.
Blóðbankinn við Snorrabraut. Kristinn Ingvarsson

Yfirlæknir Blóðbankans, Sveinn Guðmundsson, gerir veigamiklar athugasemdir við tillögur heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um blóðgjöf á samráðsgátt stjórnvalda. Þar er þess krafist að ráðuneytið fari hægar í boðaðar breytingar. 

Í umsögn Blóðbankans á samráðsgátt segir orðalag og innihald breytingatillögunnar vafasöm og breytingarnar sagðar ótímabærar á þann hátt sem þær eru fram settar og illa ígrundaðar:

„Að innleiða slíkar breytingar með skömmum fyrirvara getur haft afleiðingar fyrir blóðgjafa og blóðþega (sjúklinga). Þær geta á sama tíma grafið undan tiltrú almennings á blóðbankaþjónustunni með margvíslegum hætti, svo sem með orðalaginu „ómálefnalegar ástæður“ í umfjöllun ráðherra um heilsufarsskilmerki.“

Þá er þar áréttað að það séu mannréttindi allra að þiggja örugga blóðhluta og bent á skyldu Blóðabankans og heilbrigðisyfirvalda til þess að tryggja öryggi blóðþega með öllum mögulegum ráðum.

Á sama tíma séu það mannréttindi þeirra sem gefi blóð að heilsufarsskilmerki séu byggð á faglegum forsendum og á grunni áhættugreiningar. Því sé mikilvægt að vinna eftir tímasettri áætlun í áföngum til þess að rýmka heilsufarsskilmerki blóðgjafa án þess að auka áhættu blóðþega.

Blóðbankinn leggur því til áfangaskipta innleiðingu á rýmkun blóðgjafar sem muni geta gert ráðuneytinu kleift að vinna nánar með ráðgjafanefnd um faglega málefni blóðbankaþjónustu, Landspítalanum, Blóðbankanum og fleiri aðilum: 

Óbreytt reglugerðarbreyting ráðherra stefnir þjónustu Blóðbankans í tímabil óvissu sem ekki verður unað við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert