Ráðist á ungmenni með hömrum

Fimm voru verið handteknir í Kópavogi í gær og færðir …
Fimm voru verið handteknir í Kópavogi í gær og færðir í fangaklefa vegna líkamsárásar. mbl.is/Eggert

Ráðist var á hóp ungenna á aldrinum átján til tuttugu ára, sem skemmtu sér í heimahúsi á Kársnesi í nótt, með hömrum samkvæmt fréttaflutningi DV. Árásin er sögð óvenju hrottafull morðtilraun.

Þar er haft eftir móður átján ára drengs að mikið mildi sé að sonur hennar sé á lífi. Hið minnsta þrír hafi orðið fyrir barsmíðum. 

Fram kom í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að fimm hefðu verið handteknir í Kópavogi og færðir í fangaklefa vegna líkamsárásar.

mbl.is