Drífa og Halldór um víðan völl í dag

Halldór Benjamín Þorbergsson og Drífa Snædal.
Halldór Benjamín Þorbergsson og Drífa Snædal. Samsett mynd

Drífa Snædal forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddu framtíð heilbrigðisþjónustu og komandi kosningar bæði á Sprengisandi Bylgjunnar og í Silfrinu í dag. 

Drífa sagði hættu á því að aukin einkavæðing í velferðarstofnunum verði til þess arður verði dreginn út úr ríkisstyrktum rekstri sem rati þannig í vasa auðugra eigenda sem nýti sér svo alls kyns fléttur til þess að hámarka ríkisstyrki.

Nágrannaríki dásömuð

„Heilbrigðiskerfið er á ákveðnum krossgötum og það er undirliggjandi þrýstingur til þess að horfa til Bandaríkjanna, Bretlands eða Norðurlandanna og verið að dásama þau ríki. Það er vitað að stórkapítal í heiminum sjá mikil tækifæri í því að fara inn í velferðarþjónustu af því að ríkið greiðir það.“

Halldór Benjamín Þorbergsson sagði þessar áhyggjur Drífu óþarfar. Hann taldi litlar líkur á því að stórkapítal myndi ryðja sér til rúms á þessum markaði og benti á því samhengi á starfandi tannlæknastofur og sjúkraþjálfara.

„Við erum bara að segja að við þurfum sterkt kerfi við hliðina á þjóðarsjúkrahúsinu þar sem er farið í þessar risastóru aðgerðir. Meira að segja held ég að margir hafi lagt við hlustir þegar forstjóri Landspítalans steig fram í fjölmiðlum um daginn og sagði að auðvitað þyrfti að styrkja einkarekstur í heilbrigðiskerfinu til þess að þjóðarsjúkrahúsið geti sinnt sínu hlutverki með þeim hætti.“

Halldór setur auk þess spurningarmerki við heimatilbúnar lausnir verkalýðshreyfingarinnar og telur í því samhengi mun eðlilegra að líta til nágrannaríkja þar sem sátt ríki um fyrirkomulagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert