180 þúsund króna sekt og sviptur ökuréttindum

Ökumaður mældist á 121 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund.

Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og mun greiða 180 þúsund krónur í sekt.

Auk hans voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Afskipti voru höfð af fleiri ökumönnum sem óku án ökuréttinda, grunaðir um fíkniefnaakstur og einn reyndist vera með falsað ökuskírteini.

Talsvert annríki var hjá lögreglunni um helgina. Þar var meðal annars um að ræða hávaðaútköll í heimahús, mál sem komu upp vegna fólks sem átti að vera í sóttkví og eftirlit, meðal annars vegna einstaklings sem örmagnaðist þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert