235 milljónir af inneign enn ónotaðar

39 milljónir voru nýttar á bensínstöðvum N1 um allt land.
39 milljónir voru nýttar á bensínstöðvum N1 um allt land. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frestur til þess að nýta sér ferðagjöf stjórnvalda sem hljóðar upp á fimm þúsund krónur rennur út um mánaðamótin. Svo virðist sem sumir hafi gleymt þessu uppátæki stjórnvalda en enn eru tæplega 44 þúsund ferðagjafir ónotaðar. Þetta eru í kringum 235 milljónir króna af ónotaðri innistæðu.

Alls hafa rúmlega 113 þúsund ferðagjafir verið nýttar og 96 þúsund fullnýttar. Landsmenn hafa alls nýtt 550 milljónir af seinni ferðagjöf ríkisstjórnarinnar, til þess að greiða fyrir ýmiss konar þjónustu. Talsvert betri nýting var á fyrri ferðagjöf stjórnvalda en þar var rúmur milljarður nýttur og voru um 160 þúsund fullnýttar ferðagjafir. Einnig má benda á að um 360 þúsund manns sóttu fyrri ferðagjöfina til samanburðar við um 157 þúsund nú. Vert er þó að nefna að fyrri ferðagjöf stjórnvalda gilti talsvert lengur en sú sem gildir nú.

Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa helst notið góðs af ferðagjöfinni og hafa um 240 milljónir verið nýttar á svæðinu. Mest var ferðagjöfin notuð hjá N1 og þar á eftir kemur Sky Lagoon, Olís og KFC. Alls hefur inneign sem nemur 117 milljónum verið nýtt hjá þessum fjórum fyrirtækjum, sem er rúmlega 1/5 af heildarnýtingu gjafarinnar.

Ef skoðað er hvað landsmenn nýta ferðagjöfina í er það aðallega veitingar, afþreying og gisting. Samtals hafa 429 milljónir verið nýttar í þessa þrjá flokka.

Ef horft er til landsbyggðarinnar hafa um 200 milljónir verið nýttar þar, sem er aðeins rúmlega 36% af heildarnýtingu ferðagjafarinnar. Einn tilgangur verkefnisins var að styrkja ferðaþjónustuna og þá sérstaklega á landsbyggðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »