Konurnar sem slösuðust á leið heim til Íslands

Tenerife.
Tenerife. AFP

Tvær kvennanna sem slösuðust á Tenerife í síðustu viku þegar pálmatré féll á þær eru á leið til landsins með sjúkraflugi.

Þetta hefur Vísir eftir eiginmanni annarrar konunnar.

Konurnar eru báðar á fimmtugsaldri og hafa verið á gjörgæslu á Tenerife frá því að atvikið kom upp. Gengust þær undir aðgerð skömmu síðar.

Vísir hefur eftir eiginmanninum að konurnar verði lagðar inn á almenna deild Landspítalans. Alls urðu fimm konur fyrir trénu en þrjár þeirra slösuðust minna og hafa þegar snúið aftur heim til Íslands.

mbl.is