Eldur í fjölbýlishúsi í Kópavogi

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp í íbúð á jarðhæð við Arnarsmára í Kópavogi laust fyrir klukkan hálffimm í nótt.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er um þriggja hæða blokk að ræða. Einn var í íbúðinni og var hann kominn út þegar slökkviliðið kom á staðinn.

Vel gekk að slökkva eldinn og liðu um tvær til fjórar mínútur frá því slökkviliðið bar að garði þangað til búið var að slökkva.

Íbúðin var reykræst og urðu einhverjar skemmdir vegna sóts og reyks. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

mbl.is