Festu bílinn í á á Sprengisandi

Ferðalangar voru hætt komnir í óveðrinu á Sprengisandi í dag.
Ferðalangar voru hætt komnir í óveðrinu á Sprengisandi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ferðalangar festu bíl sinn í á í Nýjadal á Sprengisandi um fjögurleytið í dag og var því björgunarfólk úr hjálparsveitinni Tintron kallað á vettvang. 

Viðbúnaður var mikill vegna þeirrar vegalengdar sem þurfti að fara, vatnavaxta og óvissu um aðstæður á staðnum, að því er segir í færslu hjálparsveitarinnar Tintron á Facebook.

Mikið óveður skall á í dag og appelsínugular viðvaranir víða á landinu.

Björgunarmennirnir tveir sem sendir voru á vettvang höfðu með sér straumvatnsbúnað en þegar að Hrauneyjum var komið hafði fólk á ferð um svæðið náð að koma bílnum og fólkinu á þurrt, svo það gat haldið leiðar sinnar.

mbl.is