Gautaborg setur upp áætlun fyrir Kolbein

Kolbeinn Sigþórsson er leikmaður hjá IFK Gautaborg.
Kolbeinn Sigþórsson er leikmaður hjá IFK Gautaborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænska knattspyrnufélagið Gautaborg tilkynnti í dag að það ætli að standa við bakið á sóknarmanninum Kolbeini Sigþórssyni og styðja hann í endurhæfingu vegna þeirra mála sem hann hefur glímt við á Íslandi.

Í yfirlýsingu Gautaborgar segir:

„Stjórn IFK Gautaborg hefur rætt ítarlega við Kolbein Sigþórsson síðustu vikur og niðurstaðan er sú að við setjum upp langtímaplan fyrir hann.

Planið er byggt á gildum IFK Gautaborgar, ábyrgð okkar og skyldum sem vinnuveitendum. Það byggir líka á markmiðum Kolbeins um að bæta sig persónulega.

Þeir atburðir sem áttu sér stað á Íslandi hafa verið í ferli á milli aðilanna undanfarin fjögur ár.

Í þeirri endurhæfingu sem nú hefur verið sett af stað mun stærsti hlutinn byggjast á Kolbeini sjálfum. Við erum svokallaðir stuðningsaðilar og IFK Gautaborg aðstoðar við að fylgja ferlinu eftir.

Kolbeinn þarf að gangast undir aðgerð á fæti og fara í líkamlega endurhæfingu samhliða þeirri persónulegu endurhæfingu sem hann gengst nú undir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert