Hvassviðri og stormur víða um land

Gular viðvaranir eru á landinu öllu.
Gular viðvaranir eru á landinu öllu. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir eru um allt land vegna hvassviðris og storms sem er spáð víða í dag ásamt talsverðri rigningu.

Spáð er suðvestan roki sunnanlands upp úr hádegi og síðar einnig á Austurlandi, að því er segir í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Spáð er vaxandi austlægri átt, 15 til 23 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu með morgninum, en slyddu á heiðum norðantil á landinu.

Spáð er hvössu veðri víða um land í dag.
Spáð er hvössu veðri víða um land í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Breytileg eða vestlæg átt verður síðdegis og 20-28 m/s sunnan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig.

Dregur úr vindi og úrkomu á vestanverðu landinu í kvöld, en austantil í nótt og fyrramálið.

Vestlæg átt verður og 5-13 m/s þegar kemur fram á morgundaginn og skúrir eða slydduél í flestum landshlutum. Kólnar í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert