Loka fyrir umferð undir Eyjafjöllum og í Mýrdal

Lokunarpóstur við Vík.
Lokunarpóstur við Vík. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð undir Eyjafjöllum og í Mýrdal vegna óveðursins sem nú gengur yfir.

Þegar fréttaritara mbl.is bar að garði vestan við Vík var búið að setja upp lokunarpóst, en í hviðum var að mælast 39 m/s norðan Reynisfjalls.

Fyrr í dag var lokað fyrir umferð yfir Öxnadalsheiði vegna mikils snjós, en opnað var fyrir umferð stuttu síðar. 

mbl.is