Segist vona að versta veðrið sé yfirstaðið

Frá veðurstöð Vegagerðarinnar á Fróðárheiði á fimmta tímanum í dag.
Frá veðurstöð Vegagerðarinnar á Fróðárheiði á fimmta tímanum í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

„Það eru búnir að vera hérna bílar fastir uppi á heiðinni og við erum að koma fólkinu til byggða og svona. Það er svo hált hérna, blint og mikið rok,“ segir Hafsteinn Ingi Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar í Snæfellsbæ.

Hann segir björgunarsveitina hafa sinnt nokkrum verkefnum í dag vegna veðursins, aðallega við að koma fólki á bílum til byggða. „Flestir eru að keyra á sumardekkjum og það er snjór hérna á allri heiðinni og hálka þannig það er ekkert hægt að hafa fólk keyrandi um hérna,“ segir Hafsteinn.

„Akkúrat núna er snjókoma og frekar blint, allavega uppi á heiði hjá okkur og rosalega hvasst líka hérna niður í byggð.“

Hann segist vona að versta veðrið sé nú yfirstaðið og segir að útlit sé fyrir að farið sé að lægja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert