Sigríður og María metnar hæfastar

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í tvö embætti dómara sem munu hafa fyrstu starfsstöðvar við Héraðsdóm Reykjavíkur annars vegar og Héraðsdóm Reykjaness hins vegar.

Alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda, að því er segir í tilkynningu.

Niðurstaða dómnefndar er að Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður sé hæfust til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Það er jafnframt niðurstaða dómnefndar að María Thejll lögmaður sé hæfust til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert