Sjaldgæfir fuglar í heimsókn hér

Gulskríkja.
Gulskríkja. mbl.is/Sigurður Ægisson

Það er tekið að hausta og kröftugir vindar að blása og fáir gleðjast þá jafn mikið og innilega og fuglaskoðarar, einkum og sér í lagi þeir sem eru að bíða eftir að sjá einhverjar framandi tegundir í heimsókn. Á Íslandi verpa að staðaldri um 75 fuglategundir en rúmlega 400 hafa sést á landinu frá upphafi skráningar. Megnið er því útlendir hrakningsfuglar á leið sinni eitthvað annað, oftar en ekki á vetrarstöðvar sunnar á hnettinum.

Um þessar mundir eru tveir fuglar sjaldgæfari en aðrir staddir hér á landi. Annar er bognefur (Plegadis falcinellus) sem hefur undanfarna daga haldið til í Njarðvík, sumir áhugaljósmyndarar halda því reyndar fram að um tvo sé að ræða, sem væru þá sá 11. og 12. frá upphafi skráningar. Hinn er gulskríkja (Setophaga petechia) sem hefur verið að heiðra Þorlákshafnarbúa með nærveru sinni; það er í fimmta sinn sem sú tegund sést hér.

Bognefur.
Bognefur. mbl.is/Sigurður Ægisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »