Snjór til fjalla en slydda á Akureyri

Snjór er á flestum fjallvegum á Norðurlandi. Hér má sjá …
Snjór er á flestum fjallvegum á Norðurlandi. Hér má sjá Köldukinn. Skjáskot/Vegagerðin

Slydda fellur á Akureyri og snjór til fjalla. Þetta staðfestir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Vetur konungur minnti hressilega á sig í morgunsárið á Akureyri en hitastig þar hefur mælst 0 gráður í morgun. Veðurfræðingur útilokar ekki að hitinn fari niður fyrir frostmark en telur það ekki líklegt.

„Þetta er ennþá í gangi, það er náttúrulega hríðarviðvörun á Vestfjörðum í gildi og það kólnaði talsvert með þessari lægð sem gengur þarna yfir,“ segir veðurfræðingur.

Skafa þarf af bílum á Akureyri í dag.
Skafa þarf af bílum á Akureyri í dag. Ljósmynd/Guðrún

Snjókoma á Akureyri ólíkleg

Spurður hvort snjókoma sé í spilunum telur veðurfræðingur það ólíklegt. „Núna eftir sem líða tekur á daginn þá hlýnar mjög skarpt þegar það hvessir á norðanverðu landinu. Svo kólnar aftur í nótt.“

Enn er þó von á áframhaldandi slyddu á láglendi og snjó og éljagangi á fjallvegum.

Víða má sjá ummerki slyddunnar.
Víða má sjá ummerki slyddunnar. Ljósmynd/Guðrún
Snjóbolti við Hof á Akureyri.
Snjóbolti við Hof á Akureyri. Ljósmynd/Guðrún
Slydda á Akureyri.
Slydda á Akureyri. Ljósmynd/Guðrún
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert