35 smit innanlands – 15 í sóttkví

Frá bólusetningu fyrr á árinu á eyjunni Máritíus í Indlandshafi.
Frá bólusetningu fyrr á árinu á eyjunni Máritíus í Indlandshafi. AFP

35 kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhringinn. Þar af voru 15 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 335 eru núna í einangrun sem er einum færra en í gær. 1.353 eru í sóttkví, sem er fjölgun um 242 á milli daga. 

Sjö eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 

Þrjú smit greindust á landamærunum. 

Tekin voru 2.586 sýni, þar af 1.081 vegna landamæraskimunar 1 og 2. 

227 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem er fjölgun um 14 á milli daga. Næstflestir eru í einangrun á Suðurlandi, eða 25. Á Austurlandi er 21 í einangrun, sem er einum færra en í gær. mbl.is