Ekkert í hendi nema útgjöldin

Þjónustu- og nýsköpunarsvið borgarinnar er til húsa í Borgartúni.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið borgarinnar er til húsa í Borgartúni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ávinningurinn liggur ekki fyrir og tímasetningar eru ekki skýrar. Það er ekkert í hendi nema útgjöldin,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu síðustu daga hefur Reykjavíkurborg ákveðið að verja rúmum tíu milljörðum króna í uppbyggingu stafrænna innviða á næstu þremur árum. Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur ráðið yfir 40 sérfræðinga vegna þessa í ár og stefnt er að því að þeir verði yfir 60 áður en árið er úti.

Keppt við einkageirann

Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessa uppbyggingu „hugbúnaðarhúss“ borgarinnar. Hafa samtökin bent á að borgin bæði stígi harkalega inn á samkeppnismarkað auk þess að keppa við einkageirann um starfsfólk. Nær lagi hefði verið að umrædd uppbygging stafrænna innviða hefði farið í útboð. Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði hins vegar að minnst þrír milljarðar króna spöruðust með innhýsingu hluta af þróun innviðanna.

Eyþór Arnalds segir að ekki sé lengur um það deilt að ferlar borgarinnar hafi verið og séu í miklu ólagi. Það hafi komið í ljós við verklegar framkvæmdir en einnig varðandi afgreiðslutíma. „Fólk fær sein svör og jafnvel engin. Rafvæðing borgarapparatsins hefur líka tekið óratíma. Það er ekki nóg að setja tíu milljarða í vandamálið heldur þarf að huga að því hvaða árangri á að ná. Eitt af því sem við höfum gagnrýnt er að það liggur ekki fyrir skýr markmiðasýn, það er farið af stað með ákveðna tölu, stóra fjárfestingu, og ráðið inn fólk í stað þess að bjóða verkefnið út. Við höfum ekki séð neina útreikninga að baki þessu verkefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »