Veðrið ekki alltaf eftir dagatalinu „á hjara veraldar“

Guðbrandur segir veðrið hafa lagst þungt á suðurströndina og Vestmannaeyjar. …
Guðbrandur segir veðrið hafa lagst þungt á suðurströndina og Vestmannaeyjar. Mynd frá Vestmannaeyjum í gær. mbl.is/Óskar

Guðbrand­ur Örn Arn­ar­son hjá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björg segir gærdaginn hafa verið annasamann hvað varðar útköll hjá björgunarsveitum, en þrátt fyrir það hafi dagurinn gengið vel. Ísland nálgist óðfluga vetrarham.

„Þetta er svo sem ekki búið, við erum komin inn í það tímabil að það má búast við vondu veðri við og við,“ segir Guðbrandur.

„Þetta er bara Ísland“

Guðbrandur segir veðrið hafa gengið hratt upp en hratt niður aftur. „Lagðist þungt á suðurströndina og Vestmannaeyjar.“

Þá hafi atburðir sem tengdust veðrinu ekki á beinan hátt orðið til þess að dagurinn varð annasamari en ella. „Fólk sem festi sig í á á Sprengisandi og bílveltur og annað.“

Spurður hvort erfiðasta hjallanum sé náð segir hann að það eigi eftir að koma í ljós.

„Þetta mun ganga yfir í einhverjum holskeflum. Við erum komin inn í vetraraðstæður núna. Erum farin að sjá fullt af snjó á landinu. Þetta er bara Ísland, ekkert sérstakt við þetta.“

„Þetta er bara Ísland, ekkert sérstakt við þetta,“ segir Guðbrandur …
„Þetta er bara Ísland, ekkert sérstakt við þetta,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörgu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágætt að taka rúnt í garðinum

Er veðrið fyrr á ferðinni en vanalega?

„Við getum alveg rifjað upp óveður þar sem vetraraðstæður hafa komið í september og stundum fyrr.

Ég meina, við búum á hjara veraldar og það má búast við því að veðrið sé ekkert alltaf að fara eftir dagatalinu.“

Guðbrandur segir að fólk megi fara að huga að að gera heimilin „vetrarhæf“, til að mynda að pakka trampólínum saman. „Það er ágætt að taka smá rúnt í garðinum og sjá hvort það sé eitthvað sem gæti fokið og skemmt eitthvað hjá nágrannanum, eða manni sjálfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert