Happdrætti Háskóla Íslands kært til lögreglu

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Háspennu ehf. til lögreglunnar fyrir brot á lögum um fjárhættuspil.

Að sögn Fréttablaðsins heldur SÁS því fram að rekstur spilakassa Háspennu og ágóði af honum sé ekki í samræmi við undanþágurnar sem HHÍ nýtur frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.

Farið er fram á að lögreglan rannsaki starfsemi Háspennu og HHÍ. Bendir SÁS á að í þeim undanþáguákvæðum sem HHÍ starfi eftir felist ekki heimildir til að útvista rekstri spilakassa.

mbl.is