Hiti nálægt frostmarki

Hiti verður á bilnu 2 til 8 stig í dag.
Hiti verður á bilnu 2 til 8 stig í dag. Kort/mbl.is

Spáð er minnkandi norðvestanátt við norðausturströndina í dag. Víða verður vestlæg átt og 5 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða slydduél í flestum landshlutum.

Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. Allvíða verður hægari vindur í kvöld, þurrt og hiti nálægt frostmarki.

Á morgun verður austlæg og síðar breytileg átt, 5-13 m/s og rigning. Þurrt verður á Norður- og Austurlandi þangað til síðdegis, en fer þá einnig að rigna þar og slydda á heiðum.

Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig, mildast við suðurströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is