Minnisvarði Björns Jónssonar afhjúpaður

Urtagarðurinn í Nesi á Seltjarnarnesi.
Urtagarðurinn í Nesi á Seltjarnarnesi.

Minnisvarði um Björn Jónsson, fyrsta lyfjafræðing og apótekara hér á landi, verður afhjúpaður á morgun, fimmtudag, klukkan 16 í Urtagarðinum í Nesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Urtagarðurinn var stofnaður árið 2010 í minningu Bjarna Pálssonar landlæknis, Björns Jónssonar lyfjafræðings og apótekara og Hans Georg Schierbeck landlæknis.

„Urtagarðurinn hefur beina skírskotun í garð sem Björn Jónsson ræktaði suður af Nesstofu og lýst er í sögulegum heimildum. Plöntuval í núverandi garði og áherslur hafa verið að um lifandi sýningu er að ræða, í sífelldri þróun. Í upphafi var um tilgátugarð væri að ræða, plöntuval byggt á upplýsingum um hvaða jurtir lyfjafræðingi hefði verið skylt að eiga eða rækta til lyfjagerðar á árunum 1763 - 1834 og jurtir sem á þeim tíma voru þekktar sem alþýðulækningajurtir hér á landi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert