Nýr samningur við ljósmæður og aðgerðaáætlun um barneignaþjónustu

AFP

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýgerðan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar sængurkvenna í heimahúsum.

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að helstu nýmæli samningsins felist í stóraukinni þjónustu við mæður sem þurfa ráðgjöf vegna brjóstagjafar. Þá segir einnig að ráðherra hafi jafnframt samþykkt aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem miðar að því að bæta barneignaþjónustu, jafnt á meðgöngutíma, við fæðingu barns og í kjölfar fæðingar.

Konur fái þjónustu á á viðeigandi þjónustustigi

Með þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er stuðlað að því að fæðandi konur fái þjónustu á viðeigandi þjónustustigi í samræmi við heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Samfelld þjónusta eyki öryggi og ánægju kvenna og fjölskyldna þeirra og bætir útkomu þjónustunnar. Í nýjum samningi er skapað rými fyrir aukna þjónustu og eftirfylgd vegna fæðingar andvana barns.

Þá er það nýmæli að vitjunum brjóstagjafaráðgjafa er fjölgað og tímabilið sem konur geta nýtt sér þjónustu þeirra er lengt úr tíu dögum í 6 mánuði eftir fæðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert