17 eineltismál og 7 áreitnismál

24 erindi hafa borist fagráði ríkislögreglustjóra síðan það tók til starfa árið 2014 og fram til ársins 2020. Sautján málanna vörðuðu einelti en sjö þeirra vörðuðu kynferðislega og/eða kynbundna áreitni. 

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um einelti innan lögreglunnar. 

Spurð um það hve margir gerendur hafi verið látnir sæta ábyrgð fyrir einelti innan lögreglunnar og hve mörgum gerendum hafi verið sagt upp störfum segir Áslaug, í skriflega svarinu:

Ekki var um slík tilvik að ræða samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum og fagráði ríkislögreglustjóra var ekki kunnugt um slík tilvik.

Kannast ekki við að fólk hafi hætt eða því hafi verið sagt upp

Hve mörgum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa tilkynnt einelti eða brot á almennum siðareglum og hversu hátt hlutfall þeirra mála voru tilkynnt til fagráðs ríkislögreglustjóra?

Ekki var um slík tilvik að ræða samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum og fagráði ríkislögreglustjóra var ekki kunnugt um slík tilvik.“

Fagráðið hefur það hlutverk að taka til umfjöllunar mál sem varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert