Ætla sér í stórsókn

Veitur er fyrsta fyrirtækið til að hefja starfsemi í Flóahverfi.
Veitur er fyrsta fyrirtækið til að hefja starfsemi í Flóahverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Akraneskaupstaður hefur hrint af stað stóru og metnaðarfullu verkefni við atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Um er að ræða svokallaða græna iðngarða í Flóahverfi á Akranesi.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að mikil uppbygging sé fram undan í íslensku samfélagi. Fyrirséð sé að mörg fyrirtæki muni þurfa að færa sig af höfuðborgarsvæðinu af svæðum sem verið sé að skipuleggja fyrir íbúabyggð. Samfara þessu hafi íbúum fjölgað á Akranesi.

„Við viljum gera fyrirtækjum það mögulegt að koma sér fyrir í öruggu umhverfi sem stenst kröfur framtíðarinnar. Þar á meðal eru umhverfismálin. Við ætlum okkur í stórsókn,“ segir bæjarstjórinn.

Úthlutun lóða er þegar hafin. Fyrsta fyrirtækið til að hefja starfsemi á svæðinu var Veitur en fyrirtækið er meðal annars að koma upp tvöfaldri hitaveitu þar sem unnt verður að nýta heitt vatn með endurtekinni notkun.

Grænir iðngarðar eru eins konar samfélag framleiðslu- og þjónustufyrirtækja sem leita í sameiningu að bættum umhverfis-, efnahags- og félagslegum árangri með stjórnun á umhverfis- og auðlindamálum. Sævar segir að allur frágangur innan svæðisins verði í takt við umhverfiskröfur og starfsemi verði í góðri sátt við íbúa með tilheyrandi ábyrgð gagnvart bæði starfsfólki og samfélaginu öllu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »