Lokað til austurs á Hellisheiði

Staðan á Hellisheiði séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar kl. 13:15.
Staðan á Hellisheiði séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar kl. 13:15. Ljósmynd/Vegagerðin

Lokað er til austurs á veginum um Hellisheiði um óákveðinn tíma vegna veðurs. Að sögn Vegagerðarinnar er ökumönnum bent á hjáleið um Þrengsli.

Þá segir Vegagerðin að Nesjavallaleið hafi verið lokað vegna snjókomu. 

Á annan tug bíla í vanda

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir út fyrir hádegi til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í vandræðum í snjó og hálku á Þingvallavegi og Mosfellsheiði. Þar höfðu á annan tug bíla lent í vandræðum og einhverjir þeirra farið út af veginum. Engan sakaði þó og engar skemmdir urðu á ökutækjum. Aðgerðum lauk núna á öðrum tímanum. 

Ekki hefur þó reyndist þörf á að kalla út mannskap til að aðstoða bíla á Hellisheiði að sögn talsmanns Landsbjargar. 

Kort/Map.is
mbl.is