Maður grunaður um kynferðisbrot laus úr haldi

Frá leik Lemgo og Vals á dögunum.
Frá leik Lemgo og Vals á dögunum. mbl.is/Unnur Karen

Karlmaður sem handtekinn var snemma í morgun grunaður um kynferðisbrot er nú laus úr haldi lögreglu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að leikmaður þýska handboltaliðsins Lemgo hefði verið handtekinn í morgun vegna gruns um kynferðisbrot.

Rannsókninni miði vel

Liðið spilaði Evrópuleik gegn Val á þriðjudag en Bjarki Már Elísson er einn af leikmönnum liðsins. Segir í frétt Vísis að allir liðsmenn Lemgo, þar á meðal Bjarki, hafi flogið í dag til Þýskalands nema einn.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel en að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert