Hvassviðri með vætu á kjördegi

Þrátt fyrir strekkingsvind á stöku stöðum og éljagang á hæstu fjallvegum ættu samgöngur að geta gengið snurðulítið fyrir sig á kjördag – og þá um kvöldið þegar greidd atkvæði úti á landi verða flutt á talningarstaði. Spáð er NA- og A-átt víða um land og vindstyrk sem er 5-10 metrar á sek.

Hvassara verður á Vestfjörðum og á útnesjum nyrðra, þar sem sennilega verða él eða krapi. Einnig gæti orðið éljagangur á Snæfellsnesi og á Hellisheiði. Á Reykjavíkursvæðinu verður ágætt og milt veður en hugsanlega einhverjar skúrir. Um kvöld og nótt versnar veður SA-lands og á Austurlandi. Þar verður slagveður og jafnvel snjókoma. Þá gæti hvesst á vestanverðu landinu og því fylgt él og hálka á heiðarvegum.

Bjartviðri í síðustu kosningum

Á kjördag 29. október 2016 fór lægð vestur fyrir land með rigningu um mestallt land. Hlýtt var nyðra. Kjörsókn þá var 79,2%. Í kosningum árið eftir, 28. október 2017, var kalt á landinu, engin snjókoma og bjartviðri sunnanlands. Alls 81,2% kjósenda neyttu atkvæðisréttar síns þá.

Veðurvefur mbl.is 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert