Ökuferðin endaði úti í móa

mbl.is/Eggert

Verkefni lögreglunnar á Suðurnesjum voru fjölbreytt í vikunni. Nokkrar tilkynningar bárust um þjófnaði. M.a. hafði lömpum úr gróðurhúsi verið stolið. Þá var brotist inn í vinnuskúra og verkfærum stolið. Auk þess voru talsverð eignaspjöll unnin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá varð umferðaróhapp þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Sandgerðisvegi með þeim afleiðingum að hún hafnaði úti í móa. Konan slapp ómeidd. 

Nokkrir ökumenn voru svo kærðir fyrir of hraðan akstur eða teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Fáeinir óku án ökuréttinda og skráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Þá varð slys þegar maður féll í stiga sem hann stóð í við vinnu sína. Hann fann til verkja og var fluttur til læknis til frekari skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert