Stórar áskoranir í fluginu

Markmið um að innlend olíunotkun komist undir 400 þúsund tonn á ári næst ekki að fullu árið 2030 að óbreyttu samkvæmt nýrri grunnspá Orkuspárnefndar um eldsneytisnotkun til ársins 2060. Ná þarf þessu markmiði fyrir árið 2030 til að standast núverandi skuldbindingar gagnvart Parísarsáttmálanum. Eldsneytisspáin gerir ráð fyrir að innanlandsnotkun olíu verði 418 þúsund tonn 2030 og 337 þús. tonn árið 2035. Töluverð óvissa sé um hraða orkuskipta næstu ár sem valdi óvissu um hversu hratt notkun innanlands muni minnka.

Ljóst sé að forsendur muni þurfa að breytast mikið ef stjórnvöld ætla sér að ná markmiðum sínum í orkuskipta- og loftslagsmálum. Þá verði orkuskipti í flugi ein stærsta áskorun næstu 30 ára eigi markmið stjórnvalda að nást.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »