Vann 3,3 milljarða í Eurojackpot

Heppinn Finni hlaut 3,3 milljarða í sinn hlut.
Heppinn Finni hlaut 3,3 milljarða í sinn hlut.

Heppinn miðaeigandi frá Finnlandi hlaut fyrsta vinning í Eurojackpot í kvöld, en vinningurinn hljóðar upp á 3,3 milljarða.

Fjórir skipta með sér öðrum vinningi, allir frá Þýskalandi, og hljóta 74 milljónir hver í sinn hlut. Þriðja vinning hlutu þá níu Þjóðverjar og tveir Finnar og fær hver og einn 9,4 milljónir í vinning.

Enginn var með fimm réttar jókertölur í röð en einn var með fjórar réttar í réttri röð og hlaut 100.000 krónur fyrir vikið en sá miði var seldur í áskrift.

mbl.is