Veðrinu misskipt á milli landshluta

Útlit er fyrir vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en minni úrkomu fyrir norðan, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þá verður fremur svalt í veðri. 

Á morgun verður veðrinu áfram misskipt á milli landshluta. Vætan og heldur mildara veður verður sunnantil, skúrir eða slydduél á Norðurlandi, en allhvöss norðaustanátt og úrkomulítið á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Þá spáir hann því að annað kvöld muni bæta í vind víða og sömuleiðis í úrkomu um landið austanvert.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert