Vetur konungur minnti vegfarendur á sig

mbl.is/Kristinn Magnússon

September fer bráðum að líða undir lok og er haustveðrið farið að láta til sín taka. Er sá tími ársins genginn í garð þar sem Íslendingar þurfa að huga að færð á vegum áður en lagt er af stað í lengri ferðalög. Loka þurfti Hellisheiðinni til austurs um óákveðinn tíma í gær vegna veðurs og var ökumönnum bent á að fara hjáleiðina um Þrengslin.

Hátt í tuttugu bifreiðar lentu í vandræðum vegna færðar á Þingvallavegi og Mosfellsheiði en sem betur fer sakaði engan. Þá var Nesjavallaleiðinni einnig lokað vegna snjókomu.

Veðurvefur mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert