Andlát: Jón Bernódusson

Jón Bernódusson.
Jón Bernódusson.

Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Samgöngustofu, lést á Landspítalnum Fossvogi sl. miðvikudag af völdum hjartabilunar.

Jón fæddist í Vestmannaeyjum 18. febrúar 1952. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsmóðir og verkakona og Bernódus Þorkelsson skipstjóri.

Jón varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og fór þá til náms í skipaverkfræði við háskólann í Rostock í Austur-Þýskalandi. Árið 1979 fluttist hann til Vestur-Berlínar og var þar í framhaldsnámi og við rannsóknir í straumfræði fram til 1990 er hann kom heim. Fyrst starfaði hann sem skipaverkfræðingur hjá fyrirtækinu Atlas, en var 1998 ráðinn til Siglingamálastofnunar og vann þá m.a. að umhverfisvernd í siglingum með rannsóknum sínum um orkuskipti í skipum. Við sameiningu 2013 varð stofnunin hluti af Samgöngustofu og þar starfaði Jón til æviloka. Hann var fagstjóri rannsókna, þróunar og greiningar. Sérsvið hans síðari ár voru rannsóknir á nýtingu repju til framleiðslu lífrænnar olíu til manneldis og sem eldsneyti og var hann í forsvari fyrir mörgum rannsóknarverkefnum á þeim vettvangi. Hans síðasta verkefni var að semja skýrslu starfshóps um ræktun og framleiðslu úr orkujurtum sem afhent var samgönguráðherra fyrr í mánuðinum. Átti það málefni hug hans allan.

Kona Jóns er Martína Bernódusson tryggingalæknir. Þau eiga tvær dætur, Maríu Láru lækni sem er í sérfræðinámi í Sviss og Aðalbjörgu Jóhönnu sálfræðing í Frankfurt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »