Brunalykt reyndist vera af ilmkerti

Verkefni slökkviliðsmanna eru mörg og mismunandi.
Verkefni slökkviliðsmanna eru mörg og mismunandi. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á sjöunda tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um brunalykt í húsnæði í Suðurlandsbraut. 

Þegar slökkviliðsmenn mættu á staðinn kom þó í ljós að ekki var um neinn bruna að ræða heldur stafaði meint brunalykt af ilmkerti, sem vakti áhyggjur þess sem tilkynnt hafði lyktina.

Engum varð meint af og gátu því slökkviliðsmenn andað rólega og snúið til annarra starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert