Kjörsókn í Norðausturkjördæmi á pari við árið 2017

Kjörsókn í Norðausturkjördæmi er á pari við kjörsóknina í alþingiskosningunum …
Kjörsókn í Norðausturkjördæmi er á pari við kjörsóknina í alþingiskosningunum árið 2017. mbl.is

Kjörsókn í Norðausturkjördæmi er svipuð og í síðustu alþingiskosningum árið 2017 en á Akureyri er hlutfallið í kringum 40% og á stærri stöðunum fyrir utan Akureyri er það á bilinu 48-50%, að sögn Gests Jónssonar, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.

„Ég hef ekki fengið neinar tölur síðan klukkan fimm en þá var [kjörsóknin] á pari við síðustu kosningar og ívið betri fyrir utan Akureyri."

Að sögn Gests fór kjörsóknin mjög vel af stað í morgun en þegar líða tók á daginn fór að hægja á henni. 

Segir hann færðina nú góða og er hann bjartsýnn á að vel gangi að ná kjörgögnum inn á talningastöð. Býst hann við að síðustu seðlar muni berast milli tvö og þrjú í nótt og að talning klárist í kringum sjö í fyrramálið.

mbl.is