Ógnar verðstöðugleika

Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands gæti ýtt undir verðbólgu á Íslandi. Þetta er mat Agnars Tómasar Möller, sjóðstjóra hjá Kviku banka.

Verðbólga hefði áhrif á kaupmátt en heimild til uppsagnar lífskjarasamninga rennur út á fimmtudag.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir útlit fyrir að verðbólga á erlendum mörkuðum muni skapa þrýsting á verðlag á Íslandi.

„Það er engum greiði gerður með því að mála skrattann á vegginn. Við erum hins vegar raunsæ á stöðuna.“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir það munu ráðast af gengi krónu hvort verðbólga erlendis smitist yfir í verðbólgu hér.

Hækkun til skemmri tíma

„Búast má við að krónan styrkist ef verðbólga erlendis er meiri en hér til lengri tíma litið, sem dregur þá úr þessu smiti á milli landa. Þá enda þótt hækkanir á aðfluttum varningi valdi því að innlent verðlag hækki til skamms tíma litið við óbreytt gengi krónunnar,“ segir Gylfi. Því sé ekki sjálfgefið að innlend verðbólga hækki vegna verðbólgu erlendis.

Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola á Íslandi, segir mikla hækkun á flutningskostnaði á lengri leiðum kunna að leiða til umtalsverðra verðhækkana á víni. Þá þrýsti skortur á áldósum á verðlag drykkja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »