Hvassast á Vestfjörðum

Kort/mbl.is

Spáð er norðan hvassviðri eða stormi norðvestan til í dag, með slyddu eða snjókomu til fjalla.

Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með veðri og spám, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Með morgninum í dag verða norðaustan 10 til 23 metrar á sekúndu, hvassast á Vestfjörðum. Víða verður rigning eða slydda, einkum fyrir norðan. Lægir austanlands síðdegis og styttir upp.

Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, hlýjast suðaustantil.

Á morgun verður norðlæg átt, 13-20 metrar á sekúndu á vestanverðu landinu, annars mun hægari vindur. Rigning eða slydda verður norðvestantil og rigning með köflum suðaustanlands, annars úrkomulítið. Dregur úr vindi annað kvöld og hlýnar austast.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert