Líkamsárás í Árbæ

Þá var mikið um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna …
Þá var mikið um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í kvöld og nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um líkamsárás upp úr 11 í kvöld í Árbæ. Þetta segir í dagbók lögreglu. Þar segir að þrír menn hafi verið handteknir og vistaðir í fangageymslu og sá seinasti fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Ekkert er enn vitað um áverka mannsins.

Þá var mikið um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í kvöld og nótt. Ungur maður, 17 ára að aldri, reyndi að stinga af á stolinni vespu. Hann játaði að vespan væri stolin og foreldrar mannsins upplýstir um málið.

mbl.is