Markmiðinu náð í Reykjavík norður

Ásmundur Einar Daðason kveðst snortinn yfir stuðning Reykvíkinga og er …
Ásmundur Einar Daðason kveðst snortinn yfir stuðning Reykvíkinga og er hann ánægður með fyrstu tölur úr kosningunum. mbl.is/Hólmfríður

Ásmundur Einar Daðason, sem skipar fyrsta sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður, var himinlifandi með fyrstu tölur úr kjördæminu en flokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi frá síðustu alþingiskosningum. 

„Ég er bara ótrúlega ánægður og snortinn fyrir þetta traust sem að Reykvíkingar eru að sýna. Við vissum að fara í framboð í Reykjavík, þar sem ekki hefur verið þingmaður síðan 2013 að það væri áskorun,“ segir Ásmundur.

„Ég held að það sé algjörlega ljóst að ég kom hér til Reykjavíkur því ég vildi halda áfram að vinna að þeim málum sem mig langaði að vinna að, málefnum barna, málefnum viðkvæmra, okkur langar að sjá kerfisbreytingar í íslensku samfélagi.

Ég trúi því að ná fylgi hér og með því að styrkja flokkinn erum við í betri stöðu til þess að taka stærri skref. Það er næsta verkefni framundan. Ef mig langaði til að vera þingmaður þingstarfsins vegna þá hefði ég verið í mínu gamla kjördæmi.“

Brynja Dan Gunnarsdóttir skipar annað sæti á lista Framsóknar í …
Brynja Dan Gunnarsdóttir skipar annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. mbl.is/Hólmfríður

Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknar í Reykjavík Norður, er vongóð þrátt fyrir að vera ekki kjördæmakjörin. Hún kveðst þó ánægð með nýjustu tölur enda hafi markmiðið verið að koma Ásmundi inn á þing. 

„Því markmiði er allavega náð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert