Þrír fluttir með þyrlu eftir árekstur á Holtavörðuheiði

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru einstaklingarnir ekki alvarlega slasaðir.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru einstaklingarnir ekki alvarlega slasaðir. mbl.is/Árni Sæberg

Árekstur varð á Holtavörðuheiði um þrjúleytið í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti þrjá einstaklinga á slysadeild Landspítalans.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru einstaklingarnir ekki alvarlega slasaðir.

Holtavörðuheiði var lokað vegna slyssins, en rétt rúmlega fjögur var aftur opnað fyrir umferð.

mbl.is