Fyrrverandi andspyrnuhreyfingarkona 100 ára

Minni bjó heima hjá sér þar til hún var rúmlega …
Minni bjó heima hjá sér þar til hún var rúmlega 99 ára, en býr nú á Eir. mbl.is/Unnur Karen

„Ég trúi þessu ekki sjálf, að ég sé orðin hundrað ára,“ segir Minni Kalsæg Gunnarsson glaðlega, en hún fagnar nú samt aldarafmæli í dag.

„Á langri ævi eru erfiðu tímarnir í seinni heimsstyrjöldinni mér eftirminnilegastir, og að hafa misst pabba minn þegar ég var lítil stúlka,“ segir Minni og tekur fram að hún hafi átt góða ævi á Íslandi og að allir hafi tekið henni vel þegar hún flutti til Íslands árið 1951, þá aðeins þrítug ung kona. Ekki minni menn en Þórbergur Þórðarson og Gunnar Dal sáu um að kenna henni íslensku.

Minni á stórmerkilega sögu, hún fæddist inn í efnafjölskyldu í bænum Eidsvoll í Noregi árið 1921. Eftir að faðir hennar lést í bílslysi þegar Minni var átta ára, tóku afi hennar og amma fljótlega við uppeldishlutverkinu, en móðir hennar flutti til Óslóar eftir að hún giftist aftur. Afi Minniar, Carl Martin Kalsæg, var virtur kaupsýslumaður og lést þegar Minni var 14 ára. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á gekk Minni til liðs við andspyrnuhreyfinguna, aðeins 19 ára. Noregur var hernuminn í fimm ár og Þjóðverjar tóku yfir stóru húsin, meðal annars hús fjölskyldu Minniar, eftir að amma hennar lést. Þangað inn flutti þýskur hermaður og Minni var í stöðugri hættu því andspyrnuhreyfingin hélt fundi í húsinu.

Minni í Öskjuhlíð 1961. Þá fertug og búin að búa …
Minni í Öskjuhlíð 1961. Þá fertug og búin að búa á Íslandi í áratug. Úr einkasafni

Á þessum hættutímum upplifði Minni margt sem líður henni ekki úr minni, meðal annars voru félagar hennar sendir í fangabúðirnar í Sachsenhausen og þeir sem áttu afturkvæmt urðu aldrei samir. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert