Tvö útköll vegna gróðurelda

Slökkviliðsmenn að störfum í sumar vegna gróðurelda. Eldarnir sem kviknuðu …
Slökkviliðsmenn að störfum í sumar vegna gróðurelda. Eldarnir sem kviknuðu í gær voru báðir smáir. mbl/Sigurður Unnar

Dælubílar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sinntu þremur útköllum í nótt, þar af tveimur vegna gróðurelda. Í facebookfærslu slökkviliðsins kemur fram að óvenjulegt sé að gróðureldar komi upp á þessum árstíma en að í báðum tilvikum hafi verið um smáelda að ræða. 

Þá fóru sjúkrabílar slökkviliðsins í 87 sjúkraflutninga, þar af 23 forgangsverkefni og sjö vegna Covid-19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert