Upplifði mikla hræðslu ólétt á Íslandi

Edythe Mangindin, ljósmóðir og doktorsnemi í ljósmóðurfræðum, segist í Dag­mál­um, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins, hafa upplifað mikla hræðslu þegar hún þurfti að leita aðstoðar vegna veikinda á sinni fyrstu meðgöngu á Íslandi árið 2009.

Var hún þá nýflutt frá heimalandi sínu, Bandaríkjunum, ásamt íslenskum eiginmanni sínum og talaði sjálf ekki orð í íslensku. Varð þessi upplifun hennar af heilbrigðiskerfinu drifkraftur fyrir þá ástríðu hennar að bæta þjónustu fyrir konur af erlendum uppruna á meðgöngu. Er hún meðal annars ein af þeim sem eru á bak við stofnun nýs Fæðingarheimilis Reykjavíkur en hún lærði sjálf íslensku á meðan hún stundaði nám hér á landi.

Þorði ekki að segja frá verkjunum

„Ég var svo hrædd eftir þessa upplifun, þegar ég og ljósmóðirin vorum ekki að tala saman. Þetta var svo erfitt. Hún talaði við manninn minn á íslensku þó að ég væri nýflutt frá Bandaríkjunum til Íslands og talaði ekki orð í íslensku og væri svona lasin og vissi ekki hvað væri í gangi.

Ég var með mikla verki en ég vildi ekki segja henni það því ég var svo hrædd. Ég vildi ekki vera með vesen og [vera] erfið. Ég vissi ekki hver réttindi mín væru. Þannig að eftir þetta, að vera svona hrædd og berskjölduð, sat þetta svo illa í mér. Ég vil ekki að konur upplifi þjónustu þannig,“ segir Edythe.

„Það er ekki rétt að þær geti ekki tjáð sig og viti ekki hver réttindi þeirra eru, þannig að mér finnst svo mikilvægt að segja konum frá þessu,“ segir hún og bendir á að konur af erlendum uppruna eigi til dæmis rétt á túlkaþjónustu.

„Þær eiga rétt á að fá gæðaheilbrigðisþjónustu þó að þær séu frá öðrum löndum,“ segir Edythe.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »