Innkalla hnetusmjör vegna myglueiturs

Vörurnar sem um ræðir.
Vörurnar sem um ræðir.

Rolf Johansen og Company ehf. innkalla í samráði við First Class Brands of Sweden (FCB) lífræna hnetusmjörið frá HealthyCo í 350 g krukkum vegna þess að mælingar á vörunni hafa leitt í ljós að myglueitrið aflatoxin er í of miklum mæli í henni. 

„Bæði Rolf Johansen & co og First Class Brands líta málið alvarlegum augum þar sem
gæða- og öryggismál eru ávallt höfð í hæsta forgangi hjá báðum aðilum,“ segir í tilkynningu frá Rolf Johansen. 

Um er að ræða eftirfarandi lotunúmer:

  • ECO HealthyCo Peanut Butter Crunchy 35g: Lotunúmer: L1183. Best fyrir: 31.5. 2022. Strikanúmer: 7350021421869
  • ECO HealthyCo Peanut Butter Creamy 350 g: Lotunúmer: L1020. Best fyrir: 28.2. 2022. Strikanúmer: 7350021421852

Neytendur sem hafa keypt vöru með ofangreindum lotunúmerum eru beðnir að skila henni í þá verslun þar sem varan var keypt.

„RJC er nú þegar búið að láta verslanir vita af innkölluninni og vinnur náið
með þeim við að tryggja að ofangreindar vörur verði allar teknar af markaði.“

Hnetusmjörið var selt til Hagkaups, Heimkaupa og Extra24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert