„Mjög æstur“ á bráðamóttöku

Bráðamóttakan í Fossvogi er stærsta bráðamóttaka Landspítala.
Bráðamóttakan í Fossvogi er stærsta bráðamóttaka Landspítala. mbl.is

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um „mjög æstan mann“ á bráðamóttöku Landspítala í nótt. Maðurinn lét öllum illum látum og var handtekinn og vistaður í fangaklefa af þeim sökum. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá barst lögreglu tilkynning um einstakling sem gengið hafði út af sjúkrastofnun mjög illa haldinn í Árbænum í gær. Lögregla fann viðkomandi og kom honum aftur á sjúkrastofnunina. 

Tilkynning um einstakling sem reyndi að opna bifreiðar í Háaleitis- og Bústaðahverfi barst einnig í gær en enginn var á svæðinu þegar lögregla mætti á svæðið. 

Í nótt barst svo tilkynning um fólk í nýbyggingu í miðbænum. Um var að ræða karl og konu og voru þau handtekin fyrir húsbrot og vistuð í fangaklefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert