Norræna beið af sér hvassviðri fyrir austan

Norræna við bryggju.
Norræna við bryggju. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Norræna þurfti að bíða af sér hvassviðri úti fyrir bryggju í Seyðisfirði í morgun. Ekki var unnt að leggja henni að bryggju og varð hún því að bíða í eina fjóra klukkutíma. 

Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður segir í samtali við 200 mílur að nú sé Norræna þó að leggjast að bryggju og allt gangi prýðilega. Austurfréttir greindu fyrst frá málinu. 

Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður.
Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Versta veðrið er gengið yfir núna og hún er bara að leggjast upp að bryggju núna. Hún þurfti bara að bíða af sér veðrið, þetta er stórt skip sem tekur á sig mikinn vind og þess vega hefði ekki verið gáfulegt í morgun fyrir hana að leggjast að bryggju,“ segir Rúnar við 200 mílur. 

Hann segir einnig að Norræna verði við bryggju þar til annað kvöld, en hún heldur sína leið á morgun um áttaleytið. 

mbl.is