Slösuðust á fæti og andliti

Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn komu þeim báðum til aðstoðar.
Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn komu þeim báðum til aðstoðar. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Tvö slys urðu á göngufólki á Suðurlandi í dag og komu björgunarsveitir því til aðstoðar, samkvæmt Facebook-síðu Landsbjargar. Þar segir að göngukona hafi slasast á fæti við Kvernufoss austan við Skóga.

Þar að auki slasaðist maður á andliti eftir að hafa dottið illa.

Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn komu þeim báðum til aðstoðar, að því er segir í færslunni.

Færsla Landsbjargar:

mbl.is