Þingmenn eiga rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði

Nokkur tími kann að líða áður en nýtt þing kemur saman. Þing skal koma saman eigi síðar en 10 vikum eftir almennar alþingiskosningar. Skv. 22. gr. stjórnarskrárinnar stefnir forseti Íslands saman Alþingi, en í raun er það forsætisráðherra með atbeina forseta sem stefnir þinginu saman í forsetabréfi.

Almennt líða 32 dagar

Kosið var til Alþingis 28. október 2017 en nýtt löggjafarþing, 148. þing, kom fyrst saman 14. desember, eða 47 dögum eftir kjördag. Haustið 2016 liðu 38 dagar frá kosningum þar til þing kom saman. Vorið 2013 liðu 39 dagar frá kosningum þar til þingið kom saman. Almennt í gegnum tíðina hafa liðið 32 dagar. Gangi það eftir nú kæmi nýtt Alþingi saman nálægt mánaðamótunum október/nóvember.

Að þessu sinni hverfa 25 þingmenn af Alþingi og eiga þeir rétt á biðlaunum. Á vef Alþingis kemur fram að alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum er hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, krónur 1.285.411, og hefst biðlaunaréttur frá næstu mánaðamótum eftir kjördag.

Biðlaun greiðast í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Samkvæmt orðanna hljóðan eiga því þingmenn, sem setið hafa á Alþingi frá hausti 2016, rétt á sex mánaða launum, þótt fyrra kjörtímabilið hafi aðeins staðið í eitt ár.

Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert